Serbum rúllað upp í Höllinni

Ísland og Serbía mættust í undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Laugardalshöll kl. 19.30. Ísland steig eitt skref í þá átt að koma sér í lokakeppnina í Póllandi með frábærum sextán marka sigri 38:22. Ísland hafði yfir 16:10 að loknum fyrri hálfleik. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Íslenska liðið byrjaði frábærlega í leiknum. Kom Serbum úr jafnvægi með öflugum varnarleik og Guðjón Valur refsaði með hraðaupphlaupsmörkum. Alls skoraði hann 12 mörk í leiknum. Serbum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk í fyrri hálfleik en þá tóku okkar menn aðra rispu fyrir hlé þar sem Björgvin varði vel í markinu. 

Ekki átti maður von á öðru en Serbarnir yrðu grimmir í upphafi síðari hálfleiks en þá byrjuðu Íslendingar af krafti og Serbarnir brotnuðu einfaldlega. Þeir gáfust bara upp og íslenska liðið valtaði yfir þá. Lítið mál var fyrir okkar menn að landa sigrinum síðasta korterið og geysilega mikilvæg stig í höfn í baráttunni um að komast til Póllands. 

Margir leikmenn Íslands eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna í kvöld. Áður hefur verið minnst á varnarleikinn og þar léku Vignir og Bjarki Már fyrir miðju lengst af. Guðjón Valur var hraðaupphlaupsham en stal auk þess boltanum nokkrum sinnum. Aron Pálmarsson lék mjög vel bæði í vörn og sókn. Hann var mjög vinnusamur. Tvívegis var hann til dæmis fyrstur til baka og náði lausum bolta þegar Íslendingar virtust vera að tapa honum. Arnór Þór Gunnarsson var mjög drjúgur í hægra horninu og skoraði 9 mörk. Þá stóð Björgvin Páll sína vakt með sóma í markinu. Þá var Róbert Gunnarsson í stuði á línunni. Skoraði skrautleg mörk og fiskaði vítaköst. 

Ísland 38:22 Serbía opna loka
60. mín. Róbert Gunnarsson (Ísland) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert