Sá lítt reyndi skoraði jöfnunarmarkið

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson kom svellkaldur inn á í sínum fyrsta mikilvæga landsleik fyrir Ísland í Nís í Serbíu í kvöld og skoraði jöfnunarmark Íslands í 25:25 jafntefli í undankeppni EM í handbolta. 

Guðmundur stóð sig virkilega vel. Nýtti bæði færin sín og lagði skemmtilega upp mark fyrir Róbert Gunnarsson með línusendingu úr hægra horninu. Einnig stal Guðmundur boltanum í síðustu sókn Serba.  Ekki var að sjá að Guðmundur væri stressaður þó útileikur á móti Serbum sé ekki auðveldasta verkefnið í bransanum fyrir lítt reynda menn. 

„Þetta er fyrsti mikilvægi landsleikurinn sem ég spila. Ég er búinn að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM og minniháttar verkefni. Ég þekki gaurana. Þetta eru flottir gaurar, taka vel á móti manni og það er auðvelt að aðlagast,“ sagði Guðmundur meðal annars við mbl.is en viðtalið við hann má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert