Serbar gera fjórar breytingar

Nemanja Zelenovic reynir að stöðva Aron Pálmarsson.
Nemanja Zelenovic reynir að stöðva Aron Pálmarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Dejan Peric þjálfari Serbíu hefur gert fjórar breytingar á leikmannahópi sínum fyrir seinni leikinn við Ísland sem fram fer í Nís kl. 17 í dag, í undankeppni EM karla í handknattleik.

Leikmennirnir sem detta út eru þeir Aleksandar Radovanovic, Nemanja Zelenovic, Petar Djordjic og markvörðurinn Dragan Marjanac.

Í þeirra stað koma hinn 19 ára gamli markvörður Dejan Milosavljev, sem leikur með RK Jugovic í heimalandinu, rétthenta skyttan Nemanja Mladenovic sem leikur með Cesson-Rennes í Frakklandi, og örvhenta skyttan Milos Orbovic og hægri hornamaðurinn Strahinja Stankovic, sem báðir leika með serbneska meistaraliðinu Vojvodina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert