„Serbneskt lið í hefndarhug“

Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handknattleik, á von á því að Serbar muni koma nokkuð út á móti íslensku skyttunum í leiknum í Nís í dag þó það hafi ekki heppnast vel hjá Serbum í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 

Þá vann Ísland 38:22 en Snorri segist viss um að Serbarnir hafi stúderað þann leik vel. Hann segir að Serbarnir geti spilað fleiri en eitt afbrigði af varnarleik en segist búast við svipaðri uppstillingu nema að nú verði Serbarnir mun grimmari. 

Snorri segir að íslenska liðið hafi farið yfir hvað hægt sé að gera til að koma Serbum aðeins á óvart í sókninni. Þar sé um lítil atriði að ræða en þó eitthvað sem getur skilað einhverjum mörkum ef vel tekst til. 

Viðtalið við Snorra er að finna í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði

Snorri á æfingu í gær.
Snorri á æfingu í gær. mbl.is/Kris
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert