„Stig sem gæti orðið gulls ígildi“

Snorri Steinn Guðjónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við mbl.is ekki geta verið annað en sáttur við stig á móti Serbíu í Nís í undankeppni EM í kvöld eftir skrautlegan og sveiflukenndan leik.

Serbía og Ísland skildu jöfn 25:25 og íslenska liðið á ná mjög góða möguleika á því að komast áfram í lokakeppnina í Póllandi 2016.

„Við erum einhverjum þremur mörkum undir og það er ekki mikið eftir. Það er gríðarlega sterkt að koma til baka í þannig stöðu á þessum heimavelli og ná í þetta stig sem gæti orðið gulls ígildi þegar uppi er staðið,“ sagði Snorri við mbl.is að leiknum loknum og sagði fátt hafa komið sér á óvart varðandi það hvernig leikurinn spilaðist. 

Snorri bara fyrirliðabandið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er meiddur. 

Viðtalið við Snorra má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Snorri Steinn Guðjónsson sækir að vörn Serba í Laugardalshöll.
Snorri Steinn Guðjónsson sækir að vörn Serba í Laugardalshöll. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert