Svartfellingar á toppi riðilsins

Róbert Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Svartfjallalandi í …
Róbert Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Svartfjallalandi í júní. mbl.is/Eva Björk

Svartfjallaland tók forystu í riðli Íslands í undankeppni EM karla í handknattleik í kvöld með sigri á Ísrael, 33:27, eftir að Ísland og Serbía gerðu jafntefli í Serbíu.

Svartfellingar voru þremur mörkum yfir gegn Ísrael í hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Þrettán af fjórtán útileikmönnum liðsins náðu að skora í leiknum.

Svartfellingar eru nú á toppi 4. riðils eftir fjórar umferðir. Þeir hafa 6 stig en Serbía og Ísland 5 stig hvort. Ísland er með betri markatölu og úrslit úr innbyrðis viðureignum við Serbíu. Ísrael er án stiga á botninum.

Tvö efstu lið riðilsins komast áfram. Ísland á eftir að mæta Ísrael á útivelli og Svartfjallalandi á heimavelli í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert