Brynhildur og félagar í undanúrslitum

Brynhildur Sól Eddudóttir í búningi Alavarium.
Brynhildur Sól Eddudóttir í búningi Alavarium.

Brynhildur Sól Eddudóttir og samherjar hennar í Alavarium eru komin áfram í undanúrslit um portúgalska meistaratitilinn í handknattleik. Alavarium vann Juve Lis öðru sinni í 8 liða úrslitum, 25:20, en leikið var á heimavelli Alavarium. Fyrri viðureigninni sem leikin var á heimavelli Juve Lis á laugardaginn lauk með þriggja marka sigri Alavarium, 24:21.

Brynhildur Sól tók þátt í báðum leikjum en var ekki á meðal markaskorara.

Undanúrslitin fara fram næstu tvær helgar. Komi til oddaleikja fara þeir fram annan sunnudag. Í undanúrslitum mætir Alavarium liðinu Colegio Gaia. Liðin unnu hvort sinn leikinn þegar þau mættust í deildarkeppninni á liðnum vetri svo út frá því má búast við jafnri og skemmtilegri rimmu.

Lið Madeira SAD er einnig komið áfram í undanúrslit og mætir þar annaðhvort Maiastars eða Ada Colegio Joao Barros sem spila í dag oddaleik um sæti í undanúrslitum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert