Grótta er með besta liðið

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir reynir skot í leik Gróttu og Stjörnunnar.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir reynir skot í leik Gróttu og Stjörnunnar. mbl.is/Eggert

„Ég ætla að gerast svo djarfur að spá að Grótta vinni einvígið 3:0,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, fráfarandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, þegar hann var beðinn um að rýna í kristalskúlu sína vegna úrslitarimmu Gróttu og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna.

Fyrsti leikur liðanna fer fram í kvöld í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi, heimavelli Gróttu. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

„Viðureignir Gróttu og Stjörnunnar í deildinni í vetur voru afar ójafnar. Grótta vann annan leikinn með 14 marka mun og hinn með tíu marka mun,“ segir Jón Gunnlaugur og telur að Stjarnan verði að sýna allar sínar bestu hliðar til þess að eiga möguleika gegn deildarmeisturunum.

„Helena Örvarsdóttir og Esther Ragnarsdóttir verða að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum í sókninni ásamt Sólveigu Láru Kjærnested. Esther verður að vera dugleg maður á mann og Helena verður að hitta vel á markið.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert