Íris hetjan í fyrsta úrslitaleiknum

Lovísa sækir að marki Stjörnunanr í kvöld en hún skoraði …
Lovísa sækir að marki Stjörnunanr í kvöld en hún skoraði fimm sinnum fyrir Gróttu. mbl.is/Golli

Grótta vann Stjörnuna 24:21 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik í kvöld. Spenna var í leiknum fram á síðustu mínútu. Liðin mætast aftur í Garðabæ á fimmtudagskvöld en vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum.

Grótta byrjaði leikinn ívið betur og komst í 7:5 en þá hrökk Stjörnuvörnin í gang svo um munaði. Grótta skoraði ekki mark næstu tíu mínúturnar og Stjarnan komst í 11:7. Staðan í hálfleik var 12:11 gestunum í vil.

Grótta náði fljótt frumkvæðinu í seinni hálfleik og miklu munaði um frábæra frammistöðu Írisar Bjarkar Símonardóttur í markinu. Hún varði 15 skot í seinni hálfleik og alls 25 skot, með góðri aðstoð öflugrar varnar heimakvenna.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka missti Grótta Evu Margréti Kristinsdóttur af velli með rautt spjald, og liðið var tveimur mönnum færra í tvær mínútur vegna mótmæla. Það dugði Stjörnunni þó ekki til að skora og staðan hélst 20:17 þar til Gróttuliðið var fullskipað að nýju. Stjarnan skoraði þó næstu tvö mörk og hleypti mikilli spennu í leikinn, en Grótta stóð áhlaupið af sér og landaði sigrinum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Grótta 24:21 Stjarnan opna loka
60. mín. Sunna María Einarsdóttir (Grótta) skoraði mark Stjarnan hleypti Sunnu í dauðafæri og hún nýtti það! Leik lokið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert