Steinlágu gegn meisturunum

Þórey Rósa Stefánsdóttir í landsleik.
Þórey Rósa Stefánsdóttir í landsleik. mbl.is/Kristinn

Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, og samherjar hennar hjá Vipers Kristiansand, luku í kvöld keppni í úrslitakeppninni í Noregi þegar þær steinlágu í seinni undanúrslitaleiknum gegn meistaraliðinu Larvik, 31:18.

Óvænt tíðindi virtust í uppsiglingu því Vipers vann óvæntan sigur, 31:25, í fyrri leiknum á sínum heimavelli en Larvik hefur verið ósigrandi um árabil og unnið bæði deildina og úrslitakeppnina ellefu ár í röð.

Larvik var ekki lengi að vinna þann mun upp, hafði náð sjö marka forystu eftir 20 mínútur, og svo yfirburðastöðu í hálfleik, 21:7. Þórey og samherjar áttu aldrei möguleika á að minnka þann mun nægilega mikið. Hún skoraði 3 mörk í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert