Janus tryggði nauman sigur

Tjörvi Þorgeirsson með boltann í leik liðanna í Mosfellsbæ í …
Tjörvi Þorgeirsson með boltann í leik liðanna í Mosfellsbæ í kvöld. Kristinn Ingvarsson

Janus Daði Smárason tryggði Haukum fyrsta vinninginn í úrslitaeinvíginu við Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Hann skoraði sigurmarkið, 23:22, þegar sex sekúndur voru eftir, en hálfri mínútu áður hafði boltinn verið dæmdur af Aftureldingu sem var í sókn.  Haukar voru með fimm marka forskot, 14:9, í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið.

Leikurinn var afar kaflaskiptur. Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik en Mosfellingar réðu ferðinni í síðari hálfleik og voru óheppnir að tryggja sér ekki sigurinn undir lokin.

Það var rétt í fyrstu sóknunum í leiknum sem Aftureldingarliðið var með. Annar voru Haukar með tögl og haldir allan fyrri hálfleik. Vörn þeirra var frábær og sóknarleikurinn vel út færður. Afturelding fékk aldrei rétta taktinn í varnarleik sinn  og sóknarleikurinn var ráðleysislegur.  Leikmenn Haukar voru ákveðnir og grimmur og það eins og leikmenn Aftureldingar væri ekki tilbúnir í þann slag sem þurfti. Þegar við bættust að minnsta kosti tveir vafasamir brottreksrar á Aftureldingarliðið þá var ljóst að við ramman reip var að draga. Haukar voru með fimm marka  forskot í hálfleik, 14:9.

Hinsvegar var annað lið Aftureldingar sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var framúrskarandi og við bættist að Pálmar Pétursson varði vel í markinu.  Þeir lokiðu á Haukana með þeim afleiðingum að gestirnir skoruðu aðeins fimm mörk á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleik. Þá var staðan 19:18 og Jóhann Gunnar Einarsson gat jafnað  metin en tókst ekki og aftur skömmu síðar í stðunni 20:19. Örn Ingi Bjarkason jafnaði loks metin, 21:21, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Aftur jafnaði Afturelding metin í 22:22. Haukar misstu boltann þegar hálf önnur mínúta var eftir og Mosfellinga geystust í sókn en töpuðu honum eftir árangurslausa sókn þegar hálf mínúta var til leiksloka. Haukar nýttu sér leikhlé þegar 23 sekúndur voru eftir og eftir það skoraði Janus Daði Smárason sigurmarkið þegar sex sekúndur voru eftir. Afturelding reyndi að jafna metin á síðustu sekúndunum en tókst ekki. Einar Pétur Pétursson braut á Erni Inga þegar tvær sekúndur voru eftir og fékk rautt spjald. Einar Pétur mun að öllum líkindum verða í leibanni á föstudaginn.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Afturelding 22:23 Haukar opna loka
60. mín. Afturelding tapar boltanum - hálf mínúta eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert