Eva Margrét fer ekki í leikbann

Eva Margrét Kristinsdóttir getur fagnað því að mega leika með …
Eva Margrét Kristinsdóttir getur fagnað því að mega leika með samherjum sínum í Gróttu gegn Stjörnunni annað kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eva Margrét Kristinsdóttir, leikmaður Gróttu, verður ekki úrskurðuð í leikbann þótt hún hafi fengið rautt spjald í fyrstu viðureign Gróttu og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í gærkvöldi.

Eva Margrét fékk útlokun frá leiknum í gær þar sem Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson töldu brot hennar falla undir lið 8:5 í leikreglunum. Þar segir m.a.: „Leikmaður sem ræðst gegn andstæðingi á þann hátt að hann getur talist hættulegur heilsu hans skal útilokaður. Hættan gegn heilsu andstæðingsins helgast af krafti brotsins og þeirri staðreynd að hann er algjörlega óviðbúinn brotinu og getur þess vegna ekki varið sig."

Eva Margrét verður gjaldgeng með Gróttu-liðinu í annarri viðureign liðsins við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert