Ýmislegt sem þarf og verður lagað

„Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn en í síðari hálfleik urðum við ragir og þann þátt verðum við að laga," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir nauman sigur, 23:22, á Aftureldingu í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í N1-höllinni að Varmá í kvöld.

„Aftureldingarliðið þurfti að bæta í seglin í síðari og gerði það enda með ágætislið," segir Patrekur segir að síðari hálfleikur hafi verið erfiður og ekki hafi tekist að gera allt það sem sem leikmenn hans lögðu upp með. „Stundum er handboltinn svo. En ég hef ýmislegt að vinna með fyrir næst leik og ég er sannfærður um að við munum bæta margt," sagði Patrekur.  

„Þegar á heildina er litið fannst mér við eiga sigurinn skilinn en við verðum að fara yfir eitt og annað fyrir næsta leik," sagði Patrekur sem vildi þakka stuðningsmönnum Hauka sem fjölmenntu á leikinn. 

Nánar er talað við Patrek Jóhannesson á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert