Á eftir að gráta í nokkra daga

„Það er drullufúlt að tapa. Maður á eftir að gráta það í nokkra daga," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, í handknattleik kvenna eftir að liðið tapaði fyrir Gróttu í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld í fjórða leik liðanna, 24:23. Grótta vann þar með þrjá leiki í rimmunni en Stjarnan einn en þetta er þriðja árið í röð sem Stjarnan fær silfurverðlaun. 

„Engu að síður þá er ég stolt af mínu liði. Leikmenn mættu mikið klárari í slaginn en síðast. Liðið lék heilt yfir góðan leik að þessu sinni en því miður fórum við í baklás síðustu tíu mínúturnar," sagði Rakel og bætti við „Grótta átti sigurinn skilinn. Liðið var frábært að þessu sinni og ég óska þeim innilega til hamingju með meistaratitilinn," sagði Rakel Dögg Bragadóttir. 

Nánar er rætt við hana á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert