Aron fer til meistaraliðs

Aron Pálmarsson yfirgefur Alfreð Gíslason og aðra hjá Kiel í …
Aron Pálmarsson yfirgefur Alfreð Gíslason og aðra hjá Kiel í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Veszprém varð í dag ungverskur meistari í handbolta áttunda árið í röð, og í 23. sinn alls, með sigri á SC Szeged í öðrum úrslitaleik, 31:29, þar sem Momir Ilic skoraði 14 mörk.

Þar með er ljóst að Aron Pálmarsson gengur í raðir meistaraliðs í sumar þegar hann kemur til Veszprém frá Kiel í Þýskalandi. Þessi lið mætast einmitt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 30. maí.

„Szeged gerði okkur erfitt fyrir og þetta verður erfiðara með hverju árinu. Núna getum við fagnað í dag en síðan tekur við stærsta áskorun okkar á tímabilinu, og við munum gera allt sem við getum til að láta drauma okkar rætast,“ sagði Spánverjinn Antonio Carlos Ortega, þjálfari Veszprém.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert