Helmingur landsliðsins frá Evrópumeisturunum

Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, mun hafa í mörg …
Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, mun hafa í mörg horn að líta áður en íslenska landsliðið mætir hinu sterka landsliði Svartfellinga í undankeppni HM. mbl.is/Árni Sæberg

Níu af átján leikmönnum landsliðs Svartfjalllands sem mætir íslenska landsliðinu í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í næsta mánuði eru liðsmenn Budućnost sem á dögunum vann Meistaradeild kvenna í handknattleik.

Dragan Adzic, landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann hafi valið til undirbúnings og þátttöku í leikjunum tveimur sem sker úr um hvor landsliðið tekur sæti á HM sem haldið verður í Danmörku í desember. 

Þrír sterkir leikmenn geta ekki tekið þátt í leikjunum en það er Sonja Barjaktarovic, markvörður, skyttan Marija Jovanovic og hornamaðurinn Jovanka Radicevic.

Fyrri viðureign Íslands og Svartfjallalands fer fram í Podgorica 7. júní og sú síðari hinn 14. júní í Laugardalshöll.

Landsliðshópur Svartfellinga er skipaður eftirtöldum leikmönnum: 

Markverðir:
Marina Rajčić (Budućnost), Alma Hasanić (Larvik), Ljubica Nenezić (Danilovgrad)

Aðrir leikmenn: 
Majda Mehmedović (Budućnost), Biljana Pavićević (Budućnost), Olivera Vukčević (Metz)
Milena Knežević (Budućnost), Đurđina Jauković (Danilovgrad),  Anđela Bulatović (Rostov), Jelena Despotović (Budućnost),  Katarina Bulatović (Budućnost), Andrea Klikovac (Vardar), Sanja Premović (Lubin), Radmila Petrović (Budućnost), Dijana Ujkić (Danilovgrad), Suzana Lazović (Budućnost), Ema Ramusović (Budućnost), Sara Vukčević (Erd). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert