Önnur til Koblenz

Hildigunnur Einarsdóttir leikur í Þýskalandi næsta vetur.
Hildigunnur Einarsdóttir leikur í Þýskalandi næsta vetur. mbl.is/Ómar

„Ég hef alla tíð verið spennt fyrir að leika í Þýskalandi,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sem skrifað hefur undir eins árs samning við Koblenz/Weibern með möguleika á eins árs framlengingu. Hún er önnur landsliðskonan sem gengur til liðs við félagið á skömmum tíma en fyrir skemmstu skrifaði Birna Berg Haraldsdóttir einnig undir samning við félagið.

„Ég varð strax spennt fyrir félaginu þegar ég frétti af áhuga þess. Það setti hinsvegar strik í reikninginn að Koblenz féll úr 1. deildinni á dögunum. En eftir að hafa verið full- vissuð um að forráðamenn félagsins ætla sér beint upp aftur þá ákvað ég að slá til,“ segir Hildigunnur.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert