Þórir missir eina öfluga

Þórir Hergeirsson hefur verið afar sigursæll með norska landsliðinu.
Þórir Hergeirsson hefur verið afar sigursæll með norska landsliðinu. AFP

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, verður án eins síns besta leikmanns á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku í desember á þessu ári. Kristin Riegelhuth Koren, hægri hornamaður norska liðsins, upplýsti í gær að hún væri með barn undir belti. Riegelhuth hefur spilað stórt hlutverk með sigursælu liði Norðmanna á undanförnum árum. Hún á 268 landsleiki að baki og er þriðji leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

„Stefnan er að koma sterk til baka eftir barnsburðinn og spila með Larvik og landsliðinu,“ sagði hin 30 ára gamla Riegelhuth, sem átti stóran þátt í að tryggja Norðmönnum sigurinn á Evrópumótinu á síðasta ári en hún skoraði 10 mörk í úrslitaleiknum gegn Spánverjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert