Sjö marka tap Íslands í Póllandi

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fimm mörk í dag.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fimm mörk í dag. mbl.is/Ómar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði öðru sinni fyrir Póllandi í vináttuleik ytra í dag, 25:18, en leikirnir tveir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Svartfjallaland síðar í mánuðinum.

Leikurinn í gær fór fram fyrir luktum dyrum þar sem Pólland hafði betur 31:26. Í dag þurfti íslenska liðið að elta allan tímann, var meðal annars 14:7 undir í hálfleik og þegar tíu mínútur voru eftir munaði tólf mörkum á liðunum, 23:11.

Liðið gafst hins vegar ekki upp heldur skoraði sjö mörk gegn tveimur og náði að minnka muninn niður í sjö mörk áður en yfir lauk, lokatölur 25:18, fyrir framan rúmlega tvö þúsund áhorfendur.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst með fimm mörk og alls vörðu þær Florentina Stanciu og Guðrún Ósk Maríasdóttir átján skot í markinu, þar af þrjú víti. Liðið kemur heim á morgun og hefur þá lokaundirbúning sinn fyrir leikina við Svartfjallaland.

Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 12/1, Guðrún Ósk Maríasdóttir 6,/2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert