Hannes og Bjarki komu Eisenach upp

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/thsv-eisenach.de

Hannes Jón Jónsson og Bjarki Már Elísson fóru á kostum í 36:22 sigri Eisenach á Baunatal í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum tryggði Eisenach sér sæti í þýsku 1. deildinni á næsta tímabili.

Hannes og Bjarki voru markahæstu leikmennirnir í dag með 5 mörk. Hannes Jón gaf einnig 5 stoðsendingar og Bjarki gaf 2 stoðsendingar. Eisenach er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig þegar einn leikur er til stefnu. Bjarki er markahæsti leikmaður deildarinnar með 270 mörk.

Hvorki Hannes né Bjarki mun þó spila með Eisenach í 1. deild. Hannes fer til Austurríkis í sumar og tekur við sem spilandi þjálfari hjá West Wien, liðinu sem Erlingur Richardsson hefur þjálfað. Erlingur tekur við Füchse Berlín og fær þangað til sín Bjarka Má.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert