Hulda í landsliðið - Karólína úr leik

Hulda Dagsdóttir með Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram, eftir að hafa …
Hulda Dagsdóttir með Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram, eftir að hafa skrifað undir samning við félagið til ársins 2017. Ljósmynd/Fram

Hin 18 ára gamla Hulda Dagsdóttir úr Fram hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðið í handknattleik í fyrsta sinn.

Hulda verður því í hópnum sem mætir Svartfjallalandi í umspilsleikjunum tveimur um sæti á HM í desember. Fyrri leikurinn er ytra næstkomandi sunnudag en sá seinni í Laugardalshöll viku síðar.

Hulda, sem leikur í stöðu skyttu og leikstjórnanda, hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands. Hún lék 21 leik fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur og skoraði 36 mörk.

Karólína Bæhrenz Lárudóttir úr Gróttu hefur þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Hún tognaði í læri í úrslitaeinvíginu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert