Sigursælir samherjar Guðjóns Vals

Cedric Sorhaindo og Nikola Karabatic halda á sigurlaunum Meistarardeildarinnar eftir …
Cedric Sorhaindo og Nikola Karabatic halda á sigurlaunum Meistarardeildarinnar eftir sigur í keppninni í gær. Árangur þeirra sem félagsliði og landsliði er einstakur. AFP

Tveir liðsfélagar Guðjón Vals Sigurðssonar hjá Evrópumeistaraliði Barcelona eru nú handhafar fjögurra stærstu titlanna sem keppt er um í alþjóðlegum handknattleik.

Þetta eru Frakkarnir Nikola Karabatic og línumaðurinn sterki Cedric Sorhaindo. Þeir voru í franska landsliðinu sem varð ólympíumeistari í London 2012 og eru þar með ríkjandi ólympíumeistarar. Auk þess voru þeir í sigurliði Frakka á EM í Danmörku 2014 og landsliði Frakka sem varð heimsmeistari í Katar fyrr á þessu ári. Fjórðu skrautfjöðrinni bættu þeir í safnið í gær þegar þeir léku stórt hlutverk í liðið Spánarmeistara Barcelona sem vann Meistaradeild Evrópu í handknattleik með sigri á Veszprém, 28:23, í úrslitaleik í Köln. Árangur Frakkanna er einstakur í handboltasögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert