Glugginn til Ríó opnist

Þórey Rósa Stefánsdóttir á fyrir höndum erfiða viðureign gegn Svartfjallalandi.
Þórey Rósa Stefánsdóttir á fyrir höndum erfiða viðureign gegn Svartfjallalandi. mbl.is/Ómar

Boðað er til handboltaveislu í Laugardalshöll á morgun þar sem kvenna- og karlalið Svartfjallalands mæta stelpunum og strákunum okkar í þýðingarmiklum leikjum.

Kvennaliðin mætast í seinni umspilsleik sínum um sæti á HM í desember, kl. 14.30, og í kjölfarið leika karlaliðin í lokaumferð undankeppni EM sem fram fer í janúar á næsta ári.

Eins og komið hefur fram eru strákarnir okkar nær öruggir um að komast níunda skiptið í röð í lokakeppni EM, jafnvel þó að þeir tapi á morgun. Það dregur þó aðeins lítillega úr mikilvægi leiksins, því sigur myndi hjálpa liðinu mikið í lokakeppninni, og þar af leiðandi einnig þoka liðinu nær Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.

Sjá umfjöllun um leikina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert