Dagur sér við Patreki og félögum

Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik.
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik. mbl.is/Golli

Dagur Sigurðsson og félagar í þýska landsliðinu í handknattleik unnu í dag 31:29 sigur á Patreki og lærisveinum hans í austurríska landsliðinu í undankeppni EM í handbolta. 

Leikurinn var afar jafn og var staðan 14:13 í hálfleik. Þjóðverjar komust síðan í 6 marka forystu, 28:22 á 51. mínútu og lokasprettur Austurríkismanna dugði ekki til. 

Þýskaland er jafnt Spánverjum að stigum með 10 stig í 7. riðli en Spánverjar eru með betri markatölu og sitja á toppnum. Austurríki er með 4 stig í 3. sæti riðilsins. Þjóðverjar og Spánverjar hafa tryggt sér sæti á EM árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert