Danmörk vann riðilinn með fullu húsi

Guðmundur Guðmundsson er landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik.
Guðmundur Guðmundsson er landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik. mbl.is/Golli

Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sigruðu Bosníu 26:25 í undankeppni Evrópumótsins í handbolta en leikið var í Danmörku. Staðan í hálfleik var 14:13 Bosníu í vil.

Danmörk vann því riðilinn sinn með fullu húsi stiga og verður meðal keppnisþjóða á Evrópumótinu í Póllandi í janúar á næsta ári. 

Bosníumenn hefðu komist áfram á EM með sigri en Hvít-Rússar náðu hinsvegar öðru sæti riðilsins með því að sigra Litháen í dag, 31:24.

Undankeppninni lauk í kvöld og þar með er ljóst hvaða 16 þjóðir etja kappi á Evrópumótinu í Póllandi. Þjóðirnar eru Króatía, Noregur, Danmörk, Hvíta-Rússland, Svíþjóð, Slóvenía, Ísland, Serbía, Ungverjaland, Rússland, Frakkland, Makedónía, Spánn, Þýskaland, Svartfjallaland og gestgjafarnir frá Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert