Tólf marka stórsigur og EM sæti í höfn

Íslenska landsliðið vann Svartfellinga með tólf marka mun, 34:22, í Laugardalshöll í dag og tryggði sér þar með farseðilinn á Evrópumeistaramótið í handknattleik karla sem fram fer í Póllandi sem fram fer í janúar á næsta ári.

Íslenska landsliðið vann þar með fjórða riðil undankeppninnar með glæsibrag.

Um sannkallaða flugeldasýningu var að ræða hjá íslenska landsliðinu sem gaf tóninn strax í byrjun og leit aldrei um öxl. Vörn og markvarsla var framúrskarandi og sóknarleikurinn léttleikandi og skemmtilegur. Svartfellingar komust aldrei inn í leikinn.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komst fjótlega í 8:4. Sterk vörn og hraðar sóknin gáfu tókninn fyrir leikinn af hálfu liðsins. Svartfellingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 8:6, um miðjan hálfleik einn eftir rúmlega 20 mínútur var munurinn orðinn sex mörk, 13:7. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var munurinn átta mörk, 19:11. Grunnurinn var lagður með frábærri vörn og henni að baki var Björgvin Páll Gústavsson, markvörður í miklum ham en hann varði alls 11 skot í hálfleiknum.

Sóknarleikurinn hraður og skemmtilegur og batnaði þegar á hálfleikinn leið. Aron Pálmarsson var eins og stundum áður potturinn og pannan í honum, bæði með frábærum mörkum sínum og fjölda stoðsendinga á samherja sína. Svartfellingar reyndu um tíma að taka Aron úr umferð en höfðu ekki erindi sem erfiði.  Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel gekk að finna Róbert Gunnarsson línumann í fyrri hálfleik en samspil milli hans og annarra sóknarmanna hefur verið gloppótt í mörgum síðustu leikjum.

Íslenska liðið gaf ekkert eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það hélt sínu sjö til átta marka forskot og náði níu marka forskoti, 25:16, þegar 42 mínútur voru liðnar af leiknum. Munurinn jókst og 11 mínútum fyrir leikslok kom Ásgeir Örn Hallgímsson íslenska liðinu í tíu marka forskot, 28:18, með marki eftir hraðaupphlaup en áður hafði Bjarki Már Gunnarsson unnið boltann af svartfellsku sóknarmönnunum.

Þrátt fyrir talsverð uppskipti á íslenska liðinu síðustu tíu mínúturnar þá breytti það engu um að forskotiið jókst frekar en hitt.

Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Ísland 34:22 Svartfjallaland opna loka
60. mín. Branko Kankaras (Svartfjallaland) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert