Einar Rafn í raðir FH-inga

Einar Rafn Eiðsson í búningin FH.
Einar Rafn Eiðsson í búningin FH. Mynd/FH.

Einar Rafn Eiðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH. Einar Rafn spilaði í Noregi síðastliðið tímabil og getur leikið bæði sem hornamaður og skytta og mun því reynast FH-ingum dýrmætur næstu árin.

Einar skoðaði aðstæður hjá félögum í Þýskalandi í vetur en ákvað að snúa heim.  Einar hefur leikið með Haukum, Fram og FH hér á landi áður en hann fór til Nötteröy í Noregi í fyrra.

„Það er gott að fá Einar Rafn heim, hann er leiðtogi og kemur með mikil gæði inn í okkar hóp. Hann þekkir vel til í Kaplakrika og veit að hverju hann gengur, og það vitum við líka,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert