Aron samdi til tveggja ára

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur samið við HSÍ um nýjan tveggja ára samning.

Aron tók við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Hann starfaði einnig sem þjálfari KIF Kolding á árunum 2013-2015 og varð danskur meistari tvisvar með félaginu.

Gunnar Magnússon og Ólafur Stefánsson munu einnig starfa áfram sem aðstoðarþjálfarar karlalandsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert