Nýliðarnir krækja í markvörð

Lárus Helgi Ólafsson, til hægri, og Arnar Þorkelsson formaður handknattleiksdeildar …
Lárus Helgi Ólafsson, til hægri, og Arnar Þorkelsson formaður handknattleiksdeildar Gróttu.

Handknattleiksmarkvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson er genginn til liðs við Gróttu, nýliðana í úrvalsdeild karla, og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið en hann varði mark HK á síðasta tímabili.

Lárus Helgi er 27 ára gamall og var valinn leikmaður ársins hjá HK þar sem hann var í stóru hlutverki. Hann lék áður með Gróttu tímabilið 2011-12, þegar liðið var  síðast í úrvalsdeildinni, og í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu segir að hann komi með aukna reynslu inn í ungt lið félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert