Góður dráttur fyrir Noreg

Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu um árabil.
Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu um árabil. mbl.is/Golli

Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handknattleik drógust í D-riðil þegar dregið var í riðla á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku í desember.

Norska liðið er í riðli með Spáni, Rúmeníu, Rússlandi, Púertó Ríkó og Kasakstan og verður að telja þetta góðan drátt fyrir norska liðið, sem varð Evrópumeistari í fyrra.

Brasilía á heimsmeistaratitil að verja, en liðið hafði betur á móti Serbíu í úrslitaleik fyrir tveimur árum.

Drátturinn lítur þannig út:

A-riðill: Danmörk, Svartfjallaland, Ungverjaland, Japan, Túnis, Serbía

B-riðill: Kúba, Svíþjóð, Holland, Pólland, Kína, Angóla

C-riðill: Brasilía, Frakkland, Argentína, S-Kórea, Kongó, Þýskaland

D-riðill: Noregur, Spánn, Rúmenía, Rússland, Púertó Ríkó, Kasakstan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert