Fannar Þór færir sig um set

Fannar Þór Friðgeirsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við …
Fannar Þór Friðgeirsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við nýliða Eintracht Hagen í þýsku 2. deildinni. mbl.is/Styrmir Kári

Handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson hefur skrifað undir samning við Eintracht Hagen en liðið leikur í næst efstu deild þýska handknattleiksins.

Fannar Þór hefur leikið í Þýskalandi síðustu fimm árin, þar af tvö síðustu árin hjá Grosswallstadt en félagið varð gjaldþrota í vor. Áður hafði Fannar Þór leikið með Wetzlar og Emsdetten frá því að hann yfirgaf Val vorið 2010.

Eintracht Hagen kom upp í 2. deildina í vor og hafa forráðamenn félagsins uppi hugmyndir að styrkja liðið verulega. M.a. er tveir fyrrverandi samherjar Fannars Þór hjá Grosswallstadt á leið til Hagen.

Samningur Fannars Þórs við Eintracht Hagen er til tveggja ára. Fannar Þór á að baki 11 A-landsleiki og var m.a. í landsliðinu á HM á Spáni fyrir rúmum tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert