Ferillinn ekki jafnlangur og hjá flestum

Ólafur Gústafsson í leik með landsliðinu.
Ólafur Gústafsson í leik með landsliðinu. mbl.is/Ómar

„Maður er farinn að horfa aðeins á stærri myndina. Maður sér að þessi ferill verður ekki jafnlangur og hjá flestum,“ sagði Ólafur Gústafsson, fyrrverandi Evrópumeistari og landsliðsmaður í handknattleik.

Ólafur hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og mun ekki leika með liði sínu Álaborg í Danmörku fyrstu mánuði næstu leiktíðar. Hann fór í aðgerð á hægra hné fyrir skömmu og fer í sams konar aðgerð á vinstra hné í næstu viku vegna meiðsla sem hafa háð honum allt frá því að hann gekk í raðir Álaborgar frá Flensburg í fyrrasumar.

„Ég glímdi við meiðsli í hnjánum allt síðasta tímabil og spilaði meiddur þá leiki sem ég spilaði. Það var bæði vegna þess að félagið keypti mig sem frekar stóran „prófíl“, og mig langaði til að sanna mig. Þess vegna leyfðum við þessu kannski að ganga aðeins of langt. Ég var sendur í sprautur og nálameðferðir en þetta endaði svo með því að læknirinn vildi senda mig í aðgerð á báðum hnjám. Ég fékk það í gegn að ég fengi að fara í þær á Íslandi, hjá Brynjólfi Jónssyni,“ sagði Ólafur.

Sjá allt viðtalið við Ólaf í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert