Næsta skref á ferlinum

Magnús Óli Magnússon.
Magnús Óli Magnússon. mbl.is/Golli

Magnús Óli Magnússon er nýjasti atvinnumaður okkar Íslendinga í handboltanum, en hann skrifaði í vikunni undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Ricoh. Þar með verða tveir Íslendingar í herbúðum félagsins, en fyrir var Tandri Már Konráðsson sem kom til félagsins fyrir síðustu leiktíð.

„Ég er vitaskuld gríðarlega ánægður með samninginn. Maður hefur stefnt á þetta lengi. Ég er að fara að spila í sterkri deild og er mjög spenntur að takast á við þetta krefjandi verkefni og ég ætla svo sannarlega að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði Magnús Óli í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta kom skyndilega upp fyrir nokkrum vikum og þetta fór síðan allt af stað og var klárað í vikunni. Ég verð að nota tækifærið og þakka FH fyrir frábæra samvinnu og fyrir að hjálpa mér að komast út. FH gerði þetta á fagmannlegan hátt og ég er því mjög þakklátur."

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert