Karólína Bæhrenz fer norður til Boden

Karólína Bæhrenz Lárudóttir var afar öflug fyrir lið Gróttu í …
Karólína Bæhrenz Lárudóttir var afar öflug fyrir lið Gróttu í vetur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Handknattleikskonan Karólína Bæhrenz Lárudóttir gekk í dag í raðir sænska liðsins Boden Handboll.

Liðið leikur í B-deild sænska handboltans og varð í 8. sæti af 12 liðum í deildinni í fyrra en liðið er í samnefndum bæ norðarlega í Svíþjóð.

Karólína sem er fædd árið 1988 varð Íslands- og bikarmeistari með heimaliði sínu Gróttu á síðustu leiktíð en hún hafði þar áður spilað frá árinu 2010 með Valskonum.

Karólína á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað í þeim 13 mörk en hún lék einnig fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert