Eggert gefur kost á sér á ný

Anders Eggert.
Anders Eggert. AFP

Anders Eggert hornamaðurinn knái sem hefur verið í stóru hlutverki með Dönum mörg undanfarin ár og með þýska liðinu Flensburg hefur ákveðið að gefa kost á sér í danska landsliðinu á nýjan leik.

Eggert ákvað að taka sér pásu með landsliðinu skömmu eftir HM í Katar en hann er af mörgum talinn vera einn af betri vinstri hornamönnum heims.

„Ég mun ræða við Guðmund Guðmundsson. Nú ég veit ekki hvort ég verði valinn í liðið en ef skrokkurinn verður í lagi og skapið gott þá reikna ég með því að vera með liðinu á ný og einnig á Evrópumótinu í Póllandi,“ segir Eggert við þýska blaðið Flensburg Avis en rétt eins og Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, hafa Íslendingar tryggt sér sæti á EM í Póllandi í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert