Rúnar lætur sína menn puða (myndband)

Bræðurnir Árni Þór Sigtryggsson og Rúnar Sigtryggsson.
Bræðurnir Árni Þór Sigtryggsson og Rúnar Sigtryggsson. Þórir Ó. Tryggvason

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari þýska 2. deildarliðsins Aue í handknattleik, er kominn með lærisveina sína á fullt í æfingum fyrir komandi tímabil.

Það er sannkölluð Íslendingaflóra hjá félaginu, en með því leika Árni Þór Sigtryggsson, Bjarki Már Gunnarsson, Sveinbjörn Pétursson og Sigtryggur Daði Rúnarsson, auk þess sem Hörður Fannar Sigþórsson lék með liðinu í fyrra þegar það náði 5. sæti deildarinnar og sínum besta árangri í sögunni.

Eins og meðfylgjandi myndband sýnir er Rúnar með sína menn í ströngum æfingum á undirbúningstímabilinu og þar má sjá þá Árna, Bjarka og Sveinbjörn bregða fyrir. Sigtryggur Daði, sonur Rúnars, er hins vegar að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Rússlandi í næsta mánuði.

Myndbandið af æfingu Aue má sjá hér að neðan.

Vorbereitungsauftakt 2015 - EHV Aue from Runar Sigtryggsson on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert