ÍBV fer til Ísrael og Serbíu

Andri Heimir Friðriksson, ÍBV og Halgrímur Júlíusson, ÍBV t.h.
Andri Heimir Friðriksson, ÍBV og Halgrímur Júlíusson, ÍBV t.h. Ómar Óskarsson

Dregið var til fyrstu umferða í Evrópumótum félagsliða í handknattleik í morgun. Karla- og kvennalið ÍBV keppa í Áskorendabikarnum en kvennalið Fram og karlalið Hauka keppa í EHF-keppninni.

Fyrst var dregið í Áskorendabikar kvenna. ÍBV mætir serbneska félaginu WHC Knjaz Milos Arandjelovac og fer fyrsti leikurinn fram í serbnesku borginni Arandjelovac.

Síðan var dregið til fyrstu umferðar Áskorendabikars karla. ÍBV keppir fyrir hönd Íslands hjá báðum kynjum en karlalið ÍBV mætir ísraelska félaginu Hapoel Ramat Gan. Ramat Gan er borg austan við Tel Aviv í Ísrael og mun leið Eyjamanna liggja þangað í seinni viðureign liðanna. Sigurvegarinn í viðureign ÍBV og Hapoel mætir síðan portúgalska stórveldinu Benfica. 

Hér má sjá alla leikina í Áskorendabikar karla, frá Twitter-síðu EHF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert