Landsliðsmarkvörður í barnsburðarleyfi

Melkorka Mist Gunnarsdóttir
Melkorka Mist Gunnarsdóttir mbl.is/Eyjolfur Gardarsson

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, leikur tæplega með Fylki á næsta keppnistímabili. Hún tilkynnti samherjum sínum á æfingu á fimmtudaginn að hún ber barn undir belti. Er hún gengin um 15 vikur og á von á sér í janúar. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari Fylkis, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær.

„Þetta kom óvænt upp en ég vonast eftir því að hún geti verið með undir lokin á tímabilinu ef allt gengur vel hjá henni,“ sagði Halldór og að hans sögn munu Árbæingar ekki leita að nýjum markverði að svo stöddu. 

Nánar er rætt við Halldór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert