Lindberg búinn að ná sér

Hans Lindberg á HM í Katar í janúar.
Hans Lindberg á HM í Katar í janúar. mbl.is/Golli

Danski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Hans Óttar Lindberg, greindi frá því á Instagram-síðu sinni í gær að hann hafi náð heilsu og geti byrjað að æfa af 100% krafti.

Lindberg, sem á íslenska foreldra, slasaðist illa í leik með Hamburg gegn Fücshe Berlin í apríl þegar hann lenti í harkalegu samstuði við markvörð Füchse. Hornamaðurinn snjalli fékk þungt högg á nýrun og um tíma var óttast um feril hans en Lindberg, sem er einn af lykilmönnum danska landsliðsins, lá í tvær vikur á sjúkrahúsi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert