Brynja komin heim í HK

Brynja Magnúsdóttir í leik með HK.
Brynja Magnúsdóttir í leik með HK. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

HK hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild kvenna í handknattleik á næsta tímabili því landsliðskonan Brynja Magnúsdóttir er komin heim í HK eftir dvöl í Noregi síðustu tvö keppnistímabil. 

Frá þessu er greint á heimasíðu HK. Brynja var ein atkvæðamesta kona deildarinnar áður en hún hélt utan en í Noregi lék hún með Flint. 

Brynja gerir tveggja ára samning við HK samkvæmt heimasíðu félagsins en hún á að baki 25 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og ætti að verða liðinu mikill fengur. Þess má geta að HK hefur einnig endurheimt markvörðinn Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert