Guðni á leið í Aftureldingu

Guðni Már Kristinsson lék á sínum tíma með ÍR.
Guðni Már Kristinsson lék á sínum tíma með ÍR.

Handknattleiksmaðurinn Guðni Már Kristinsson mun að sögn Einars Andra Einarssonar, þjálfara Aftureldingar, væntanlega ganga í raðir félagsins á næstu vikum og mögulega í þeirri næstu.

Það staðfesti hann við Morgunblaðið í gær. Guðni lék með HK á síðasta tímabili og skoraði þar 62 mörk í 24 leikjum fyrir félagið sem endaði í botnsæti deildarinnar en Guðni lék þar áður með ÍR.

Vafalaust er Guðni Már hugsaður til þess að leysa stöðu Arnar Inga Bjarkasonar en Örn gekk í raðir Hammarby í Svíþjóð í síðustu viku. „Þetta er ekki frágengið en hann er að æfa með okkur. Það er mjög líklegt að við munum klára þetta á næstu vikum,“ sagði Einar. peturhreins@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert