Leonharð missir af HM í Rússlandi

Leonharð Þorgeir Harðarson horfir hér á eftir Stefáni Baldvin Stefánssyni.
Leonharð Þorgeir Harðarson horfir hér á eftir Stefáni Baldvin Stefánssyni. Ómar Óskarsson

Hornamaðurinn Leonharð Þorgeir Harðarson, leikmaður Hauka, mun ekki fara með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem hefst í Rússlandi síðar í vikunni.

Þetta kemur fram á fimmeinn.is, en Leonharð meiddist á ökkla í æfingaleik gegn Aftureldingu á dögunum og ljóst að þau munu halda honum heima.

Leonharð stóð sig vel þegar íslenska liðið sigraði Opna Evrópumótið í Svíþjóð á dögunum og skoraði þá fimmtán mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert