Þórir bíður eftir nýjum samningi

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. AFP

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, bíður enn eftir því að norska handknattleikssambandið bjóði honum nýjan samning en nú er tæpt ár liðið frá því hann kallaði eftir því að samningur hans yrði framlengdur.

Samningur Þóris rennur út eftir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári en hann hefur náð frábærum árangi með norska landsliðið. Frá því Þórir tók við starfi Marit Breivik árið 2009, eftir að hafa verið aðstoðarmaður hennar í nokkur ár, hefur norska liðið unnið til sex verðlauna á stórmótum af þeim sjö sem Þórir hefur stýrt liðinu í og Norðmenn eru ríkjandi Evrópu- og ólympíumeistarar. Þá hefur Þórir verið útnefndur þjálfari ársins hjá Alþjóða handknattleikssambandinu í þrjú skipti, 2011, 2012, og 2013 en í fyrra hafnaði hann í öðru sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert