Barcelona meistari meistaranna

Guðjón Valur Sigurðsson fagnaði fyrsta bikarnum í kvöld ásamt liðsfélögum …
Guðjón Valur Sigurðsson fagnaði fyrsta bikarnum í kvöld ásamt liðsfélögum sínum í Barcelona. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar í Evrópumeistaraliði Barcelona í handknattleik unnu fyrsta bikar þessarar leiktíðar þegar þeir unnu Granolles, 26:23, í árlegri meistarakeppni á Spáni sem marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleiknum þar í landi.

Barcelona vann alla titlana á Spáni á síðasta keppnistímabili og virðist ætla að halda uppteknum hætti á þessum keppnistímabili. Granolles, sem varð í öðru sæti í deildinni og bikarkeppninni á síðasta keppnistímbili, var alltaf á eftir Barcelona í leiknum í kvöld sem fram fór í Príncipe Felipe-íþróttahöllinni í Zaragoza. 

Barcelona hafði eins marks forskot í hálfleik, 13:12, en náði fjögurra marka forystu þegar á síðari hálfleik leið.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Barcelona-liðsins í kvöld. Kiril Lazarov var markahæstur með átta mörk og Víctor Tomás kom næstur með sex mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert