Ekki þörf á vestum

Oftast hefur það komið í hlut Snorra Steins Guðjónssonar að …
Oftast hefur það komið í hlut Snorra Steins Guðjónssonar að fara í vestið í landsleikjum Íslands. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Frá og með næsta keppnistímabili á Íslandsmótinu í handknattleik verður gerð sú breyting að ekki verður þörf á auðkenna þann leikmann sérstaklega sem tekur stöðu sjöunda manns í sóknarleik liðs ef markvörður er tekinn af leikvelli.

Hins vegar má sá leikmaður eða nokkur hinna leikmannanna sem eru inni á leikvellinum taka stöðu markvarðar. Vilji lið hins vegar senda auðkenndan leikmann, í vesti, í sókn í stað markvarðar gilda sömu reglur og verið hafa um að hinn auðkenndi má taka stöðu markvarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert