Guðjón Valur í úrvalsliði síðustu leiktíðar

Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann eftir leik.
Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann eftir leik. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu leiktíðar í spænsku 1. deildinni í handknattleik, en greint var frá því í gær hverjir skipa liðið.

Allir leikmenn þess eru frá meistaraliðinu Barcelona og þjálfari leiktíðarinnar einnig. Niðurstaðan kemur ekki mjög á óvart því að Barcelona tapaði ekki leik í deildinni né í bikarkeppninni á Spáni á síðasta keppnistímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert