ÍBV vann meistaraslaginn

Leikmenn ÍBV fagna eftir að hafa unnið meistarakeppni HSÍ í …
Leikmenn ÍBV fagna eftir að hafa unnið meistarakeppni HSÍ í kvöld. mbl.is/Eggert

Bikarmeistarar ÍBV unnu Íslandsmeistara Hauka, 25:24, í meistarakeppni HSÍ í handknattleik karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld en leikurinn markar upphaf keppnistímabilsins árs hver. Eyjamenn voru með fjögurra marka forskot, 12:8. 

Sömu lið áttust við í keppninni fyrir ári síðan og þá höfðu Haukar betur í leik sem fram fór á heimavelli ÍBV. Eyjamenn náðu þannig fram ákveðnum hefndum með sigrinum í kvöld. 

Mörk Hauka: Leonhard Þorgeir Harðarson 8, Einar Pétur Pétursson 4, Janus Daði Smárason 4, Tjörvi Þorgeirsson 4, Þröstur Þráinsson 2, Elías Már Halldórsson 1, Heimir Óli Heimisson 1.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 10, Andri Heimir Friðriksson 4, Nemanja Malovic 4, Grétar Þór Eyþórsson 2, Dagur Arnarson 1, Einar Sverrisson 1, Hákon Daði Styrmisson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Magnús Stefánsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert