Eyjamenn sóttu tvö stig í Mosfellsbæ

ÍBV sótti tvö stig í Mosfellsbæ í dag þegar liðið vann Aftureldingu, 23:21, í Olísdeild karla í handknattleik.  Þetta er fyrsta tap Aftureldingar á heimavelli á leiktíðinni. Mosfellingar voru undir í leiknum nær því frá upphafi til enda, m.a. fjórum mörkum í hálfleik, 13:9. Afar lélegur upphafskafli í síðari hálfleik kom Mosfellingum í koll en þá náði ÍBV sjö marka forskoti.

Mosfellingar voru með á nótunum fyrsta stundarfjórðung fyrri hálfleiks. Þá var leikurinn í járnum en bæði lið átti í miklum vændræðum með uppstillann sóknarleik. Sóknarleikur Mosfellinga hrundi síðan á síðari hluta fyrri hálfleiks og Eyjamenn gengu á lagið með hraðaupphlaupum. Þeir breyttu stöðunni úr 4:5 í 4:8 á fjórum mínútum. Aftureldingarmenn voru afar mistækir og engu breytti þótt Einar Andri Einarsson, þjálfari þeirra, tæki leikhlé. Vandamálin voru fyrir hendi áfram, margar tapaðar sendingar og einnig var farið illa með góð marktækifæri.

Leikmenn ÍBV fóru með fjögurra marka forskot inn í hálfleikin , 13:9, þrátt fyrir að hafa ekki leikið neitt sérstaklega vel í sókninni en þeir þrifust á slökum leik Aftureldingar og hraðaupphlaupum.

Afturelding byrjaði illa í síðari hálfleik og skoraði ekki mark fyrr en eftir 10 og hálfa mínútu. Eyjamenn voru mestu klaufa r að nýta þennan kafla ekki betur og gera út um leikinn. Þeir skoruðu aðeins fjögur mörk en fengi fjölda sókna en sem fyrr þá var uppstilltur sóknarleikur þeim erfiður eins og Aftureldingarmönnum. Hraðaupphlaup voru helstu og bestu  möguleikar liðanna til þess að skora.

Eyjamenn voru fjórum mörkum yfir, 18:14, þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Mosfellingar vour ekki af baki dottnir með Gunnar Malmquist Þórsson sem helstu driffjöður.

Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spjald eftir viðskipti við Gunnar 14 mínútum fyrir leikslok og virtist það atvik kveikja vel í Mosfellingum sem seldu sig dýrt til þes að minnka muninn. Þegar átta mínútur voru eftir munaði aðeins tveimur mörkum, 20:18, eftir að Birki Benediktsson skoraði með þrumuskoti. Hinum megin varði Davíð Svansson frá Grétari Þór Eyþórssyni og leikurinn virtist vera að opnast fyrir alvöru. Tvær slakar sóknir Aftureldingarmanna komu Eyjamönnum á bragðið á ný. Þeir náðu fjögurra marka forskoti, 22:18, þegar réttar fimm mínútur lifðu af leiknum. Þrátt fyrir góðar tilraunir og nokkra möguleika tókst Aftureldingu ekki að jafna metin. Eyjamenn fögnuðu tveimur stigum en Mosfellingar gengu vonsviknir af leikvelli.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Afturelding 21:23 ÍBV opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum -ruðningur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert