Refirnir frá Berlín á flugi

Erlingur Richardsson.
Erlingur Richardsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin undir stjórn Erlings Richardssonar átti ekki í vandræðum þegar Lemgo kom í heimsókn í þýsku 1.deildinni í handknattleik í dag.

Berlínarrefirnir voru fimm mörkum fyrir í hálfleik, 16:11, og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik þar sem þeir fóru að lokum með tíu marka sigur af hólmi, 37:27. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse, sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Þá komst Gunnar Steinn Jónsson ekki á blað fyrir Gummersbach þegar liðið gerði jafntefli við Stuttgart í miklum markaleik, 37:37. Gummersbach er í níunda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert