Átta marka sigur Eyjamanna

Magnús Stefánsson sækir að marki FH í leiknum í kvöld.
Magnús Stefánsson sækir að marki FH í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í 7. umferð Olís deildar karla í dag. Leiknum lauk með 31:23 sigri ÍBV og fimmti sigur Eyjamanna í röð staðreynd.

Eyjamenn mættu mikið betur til leiks og komust fljótlega í 6:2. Þá fóru FH-ingar í gang og skoruðu 5 mörk í röð og staðan orðin 6:7. Þá virtist slökkna á Hafnfirðingum og sigu Eyjamenn hægt og örugglega framúr og staðan í hálfleik 16:10. Eyjamenn að spila hörkuvörn og Kolbeinn Arnarsson með 10 skot varin í markinu en Stephen Nielsen byrjaði á bekknum.

Í seinni hálfleik keyrðu öflugir Eyjamenn yfir bitlausa FH-inga og var aldrei spurning hvert tvö stigin færu. ÍBV gátu leyft sér að rúlla liðinu en samt haldið forystunni.

Maður leiksins Kolbeinn Aron Arnarsson, markvörður ÍBV með 19 skot varin. Markahæstur í liði ÍBV, Theodór Sigurbjörnsson með 10 mörk. Einar Rafn Eiðsson gerði 10 mörk fyrir FH, þeirra sprækasti maður.

ÍBV 31:23 FH opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum Ruðningur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert